Nokia 1101 - Viðbótaröryggisupplýsingar

background image

Viðbótaröryggisupplýsingar

Umferðaröryggi

Ekki má nota handsíma við akstur ökutækis. Alltaf skal festa símann í þar til gert hald, ekki
má leggja símann í farþegasæti eða þar sem hann getur kastast til við árekstur eða
skyndilega stöðvun.

Hafa ber í huga að umferðaröryggi gengur fyrir!

Vinnuumhverfi

Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á hverju svæði og að
slökkva alltaf á tækinu þar sem notkun þess er bönnuð, eða þar sem hún kann að valda
truflun eða hættu. Tækið notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Svo að farið sé að
leiðbeiningum um leyfileg mörk útvarpsbylgna skal aðeins nota aukahluti sem Nokia
viðurkennir með þessu tæki. Þegar kveikt er á tækinu og það borið á líkamanum skal ávallt
nota hulstur eða hald sem viðurkennt er af Nokia.

Hlutar tækisins eru segulmagnaðir. Málmefni geta dregist að tækinu og fólk með
heyrnartæki ætti ekki að halda tækinu upp að eyranu með heyrnartækinu. Alltaf skal festa
tækið í haldinu því málmefni gætu dregist að heyrnartólinu. Ekki má geyma kreditkort eða
aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt tækinu því upplýsingar sem þar eru
geymdar gætu þurrkast út.

Lækningatæki

Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma,
kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal samband við
lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast að því hvort það sé nægilega vel

background image

65

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari upplýsinga. Slökkva skal á
tækinu í námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglugerðir þess efnis kveða á um að
það sé gert. Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar kunna að nota búnað sem getur verið
næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.

Gangráðar

Framleiðendur gangráða mæla með því að 15,3 sm (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli
þráðlauss síma og gangráðs til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum.
Þessi tilmæli eru í samræmi við sjálfstæða rannsókn og tilmæli frá Wireless Technology
Research. Notendur gangráða:

skyldu alltaf halda tækinu í meira en 15,3 sm (6 tommu) fjarlægð frá gangráðinum þegar
kveikt er á tækinu;

skyldu ekki bera tækið í brjóstvasa; og

skyldu hafa tækið við eyrað sem er fjær gangráðinum til að draga úr líkum á truflunum.

Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á tækinu tafarlaust.

Heyrnartæki

Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki. Ef truflun verður skal leita til
þjónustuaðila.

Sprengifimt umhverfi

Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og fara að öllum tilmælum
sem sjást á skiltum og leiðbeiningum. Sprengifimt andrúmsloft telst vera á svæðum þar sem
yfirleitt er beðið um að drepið sé á vél bifreiðar. Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið
sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Slökkva skal á símanum á
eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir á
notkun útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum, svæðum þar sem geymsla og dreifing

background image

66

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar sem verið er að sprengja. Svæði þar sem
sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal eru svæði undir
þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða búin til flutnings; ökutæki sem nýta
fljótandi svartolíugas (própan eða bútan) og svæði þar sem í lofti eru efni eða agnir, til
dæmis korn, ryk eða málmduft.

Ökutæki

Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt
upp sett eða ekki nægilega varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð
hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrð hraðakerfi og loftpúðakerfi. Nánari upplýsingar má
fá hjá framleiðanda bílsins eða búnaðarins sem bætt hefur verið við eða fulltrúa hans.

Aðeins á að fela fagmönnum að gera við tækið eða setja tækið upp í ökutæki. Gölluð
uppsetning eða viðgerð kann að valda hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að vera á
tækinu. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus tækjabúnaður í ökutækinu sé
rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða
sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukahluti með því. Ef ökutæki er búið
loftpúða skal hafa hugfast að loftpúðar blásast út af miklum krafti. Ekki má setja hluti, þar
með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan búnað, á svæðið yfir loftpúðanum eða á
útþenslusvið loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er illa settur upp og loftpúðinn þenst út
getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.

Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á tækinu áður en gengið er
um borð í flugvél. Notkun þráðlausra fjarskiptatækja í flugvél getur skapað hættu við stjórn
flugvélarinnar, rofið þráðlaust símasamband og verið brot á lögum.

background image

67

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

Neyðarhringingar

Mikilvægt:

Þráðlausir símar, þar á meðal þetta tæki, nota útvarpsmerki, þráðlaus kerfi,
kapalkerfi og notendaforritaðar aðgerðir. Því er ekki hægt að tryggja tengingar við
hvaða skilyrði sem er. Því skyldi aldrei treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er
að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í bráðatilvikum.

Neyðarhringing:

1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé fyrir

hendi.

Í tilteknum símkerfum kann að vera farið fram á að gilt SIM-kort sé rétt sett í tækið.

2. Velja skal

Ljúka

eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og gera tækið tilbúið fyrir símtöl.

3. Opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði er fært inn. Neyðarnúmer eru breytileg

eftir stöðum.

4. Valið er

Símtal

.

Ef ákveðnar aðgerðir eru í notkun þarf ef til vill að gera þær óvirkar áður en neyðarhringing
er möguleg. Ef tækið er með ótengdu sniði eða flugsniði þarf að skipta um snið til að gera
símaaðgerðina virka áður en hægt er að hringja neyðarhringingu. Nánari upplýsingar má fá í
þessari handbók eða hjá þjónustuveitunni.

Við neyðarhringingu þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og
kostur er. Þráðlausa tækið getur verið eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta símtali
fyrr en að fengnu leyfi til þess.

background image

68

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

Upplýsingar um vottun (SAR)

ÞETTA TÆKI ER Í SAMRÆMI VIÐ ALÞJÓÐLEGAR LEIÐBEININGAR UM ÁHRIF AF
ÚTVARPSBYLGJUM.

Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað og framleitt með tilliti til
leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum (RF) sem alþjóðlegar leiðbeiningar (ICNIRP)
mæla með. Þessar takmarkanir eru hluti ítarlegra leiðbeininga og eru viðmiðunarreglur um
leyfileg mörk útvarpsmerkja sem almenningur getur komist í snertingu við. Þessar
leiðbeiningar voru settar af sjálfstæðum vísindastofnunum með reglubundnu og ítarlegu
mati á viðeigandi vísindarannsóknum. Í stöðlunum eru öryggisfrávik talsverð til að tryggja
öryggi allra, burtséð frá aldri eða heilsufari.

Í staðli um útvarpsbylgjur úr þráðlausum tækjum er notuð mælieiningin SAR (Specific
Absorption Rate). Efri mörk SAR samkvæmt alþjóðlegu leiðbeiningunum eru 2,0 W/kg*.
Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum stöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk
á öllum mældum tíðnisviðum. Þó að magn SAR sé mælt á hæsta sendistyrk getur SAR-
styrkur tækisins í notkun verið mun lægri en hámarksgildið. Það er vegna þess að tækið er
hannað til að vinna á mörgum styrkstigum en notar hverju sinni aðeins þann styrk sem til
þarf til að ná sambandi við símkerfið. Almennt gildir að því nær sem notandinn er grunnstöð,
þeim mun minni styrk notar tækið.

Hæstu mörk SAR fyrir þetta tæki þegar þau voru mæld við notkun við eyrað eru 0,67 W/kg.

Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun annaðhvort í
hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar það er haft að minnsta kosti 1,5 sm frá líkamanum.
Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið er borið á líkamanum við notkun ætti
slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu að minnsta kosti 1,5 sm frá
líkamanum.

Svo að hægt sé að senda gagnaskrár eða boð þarf þetta tæki góða tengingu við símkerfið. Í
sumum tilvikum getur sending gagna eða boða tafist þar til slík tenging er tiltæk. Tryggja
skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt þar til sendingu er lokið.

background image

69

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

*Efri mörk SAR fyrir almenna notkun þráðlausra tækja eru 2,0 wött/kílógramm
(W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvefjum. Í leiðbeiningunum eru talsverð
öryggisfrávik til að auka vernd almennings og taka tillit til frávika í mælingum. SAR-gildi
kunna að vera breytileg milli landa sökum mismunandi upplýsingaskyldu og tíðnisviðs.
Upplýsingar um SAR í öðrum löndum má finna í upplýsingum um vörur á www.nokia.com.