Nokia 1101 - Hleðsla og afhleðsla

background image

Hleðsla og afhleðsla

Tækið gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða. Rafhlaða nær ekki fullum afköstum
fyrr en hún hefur verið hlaðin og afhlaðin tvisvar til þrisvar sinnum. Hægt er að hlaða og
afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal-
og biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal kaupa nýja rafhlöðu. Aðeins má nota
rafhlöður sem samþykktar eru af Nokia og aðeins má endurhlaða rafhlöðu með
hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki.

Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu og tækið þegar það er ekki í
notkun. Ekki skal láta rafhlöðuna vera of lengi tengda hleðslutækinu. Ofhleðsla getur
minnkað endingu rafhlöðunnar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt og smátt ef hún
er ekki í notkun. Sveiflur í hitastigi geta haft áhrif á hleðslugetu rafhlöðunnar.

Aðeins má nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki
eða rafhlöðu.

Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni
þegar málmhlutur, svo sem mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu milli + og -
skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og málmrendur á rafhlöðunni.) Til dæmis getur
þetta gerst þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur
valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.

Ef rafhlaðan er skilin eftir í miklum hitum eða kuldum, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða
vetrarlagi, dregur það úr afkastagetu hennar og endingu. Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf
höfð í hita á bilinu frá 15°C til 25°C (frá 59°F til 77°F). Tæki með of heitri eða of kaldri
rafhlöðu getur orðið óvirkt um tíma, þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin. Einkum hefur mikið
frost áhrif á rafhlöður.

background image

61

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

Ekki má fleygja rafhlöðum í eld! Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundnar
reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki má fleygja þeim með
heimilisúrgangi.

background image

62

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.