■ Vekjaraklukka (valmynd 7)
Hægt er að stilla vekjaraklukkuna þannig að hún hringi
á tilsettum tíma einu sinni eða endurtekið, t.d. alla
virka daga.
Veldu
Valmynd
>
Vekjaraklukka
. Sláðu inn hvenær vekjaraklukkan á að hringja.
Hægt er að stöðva hringinguna með því að ýta á hreinsitakkann. Ef þú velur
Blund
stöðvast hringingin og fer aftur í gang að 6 mínútum liðnum.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og hringingartíminn rennur upp á meðan slökkt er á
símanum kveikir síminn á sér og hringir. Ef ýtt er á hreinsitakkann er spurt hvort opna eigi
símann fyrir símtölum. Ýttu á hreinsitakkann til að slökkva á símanum og veldu
Já
til að
hringja og taka á móti símtölum.
Til athugunar: Veldu ekki
Já
þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar
sem hún kann að valda truflunum eða hættu.