Skilaboð skrifuð
Hægt er að skrifa og senda samsett skilaboð sem samanstanda af nokkrum
venjulegum textaboðum (sérþjónusta). Kostnaðurinn getur farið eftir þeim fjölda
venjulegra skilaboða sem þarf í ein samsett skilaboð. Fjöldi tákna sem hægt er að
nota/númer hluta samsettra skilaboða birtast í efra horninu hægra megin
á skjánum, til dæmis 120/2. Ef sértákn (Unicode) eru notuð, eins og kýrillískt letur,
getur þurft að skipta boðunum í fleiri hluta en ella. Athugaðu að flýtiritun getur
notað Unicode-tákn.
Svo hægt sé að senda skilaboð verður númer skilaboðamiðstöðvarinnar að vera
vistað í símanum. Sjá
Skilaboðastillingar
á bls.
32
.
1. Í biðstöðu velurðu
Valmynd
>
Skilaboð
>
Búa til skilaboð
.
2. Sláðu inn skilaboðin. Fjöldi tákna sem hægt er að nota og númer hlutans birtist
efst í hægra horninu á skjánum.
3. Þegar öll skilaboðin hafa verið slegin inn velurðu
Valkostir
>
Senda
, slærð inn
símanúmer viðtakanda og velur
Í lagi
.
Ef senda á skilaboðin til fleiri en eins viðtakanda velurðu
Sendingarkost.
>
Senda á marga
, skrunar að fyrsta viðtakanda og velur
Senda
. Þetta er
endurtekið fyrir hvern viðtakanda.
Til að senda skilaboð á fyrirfram skilgreindan nafnalista velurðu
Sendingarkost.
>
Senda á lista
. Um nafnalista er fjallað í
Nafnalistar
á bls.
31
.
29
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved
.
Aðrir valkostir eru:
Innsetn.mögul.
,
Nota skjalasnið
Smátt letur
eða
Stórt letur
,
Hreinsa texta
,
Orðabók
,
Leiðbeiningar
,
Hætta í ritli
,
Sendi snið
(sjá
Skilaboðastillingar
á bls.
32
),
Vista skilaboð
,
Eyða
og
Orðabók
.
Til athugunar: Þegar skilaboð eru send með SMS getur verið að orðin "
Skilaboð
send
" birtist á skjánum. Það gefur til kynna að skilaboðin hafi verið send úr
símanum í skilaboðamiðstöðvarnúmerið sem skráð er í símanum. Þetta er ekki
sönnun þess að skilaboðin hafi komist á áfangastað. Nánari upplýsingar um SMS-
þjónustu fást hjá þjónustuveitunni.