Nokia 1101 - Texti skrifaður með flýtiritun

background image

Texti skrifaður með flýtiritun

Flýtiritun er þægileg aðferð við að skrifa texta.

Flýtiritun texta byggist á innbyggðri orðabók, sem hægt er að bæta orðum við.

1. Sláðu inn orð með því að ýta aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf.

Orðið breytist í hvert skipti sem þú ýtir á nýjan takka. Til þess að skrifa orðið
‘Nokia’ þegar enska orðabókin er valin ýtirðu á 6, 6, 5, 4, 2.

background image

25

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved

.

• Til að eyða stafnum vinstra megin við bendilinn ýtirðu á hreinsitakkann.

Skjárinn er hreinsaður með því að halda hreinsitakkanum inni.

• Til að skipta á milli há- og lágstafa, eða á milli hefðbundins innsláttar og

flýtiritunar, ýtirðu endurtekið á * og fylgist með vísinum efst á skjánum.

• Skipt er á milli bók- og tölustafa með því að halda inni #.

• Til að fá fram lista yfir sértákn heldurðu * inni, velur táknið sem þú vilt nota

og ýtir á

Nota

.

• Til að slá inn tölustaf er ýtt á samsvarandi takka og honum haldið inni. Til

að færa inn marga tölustafi heldurðu # inni og slærð tölurnar inn.

2. Ef orðið sem birtist er orðið sem þú vildir fá fram ýtirðu á 0 og byrjar að skrifa

næsta orð.

• Ef þú vilt fá fram annað orð ýtirðu endurtekið á * þar til orðið sem þú vilt fá

fram birtist.

• Ef "?“ birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna í orðabókinni. Til að bæta

orðinu í orðabókina velurðu

Stafa

, slærð inn orðið (með hefðbundnum

innslætti) og velur svo

Í lagi

.